Hagnaður ítalska bílaframleiðandans Fiat SpA nam 1,31 milljörðum evra á öðrum ársfjórðungi. Hagnaðurinn á sama tíma í fyrra var um 90 milljónir evra í fyrra.

Chrysler er nú hluti af uppgjöri samstæðunnar í fyrsta sinn en Fiat á 53,5% hlut í bandaríska bílaframleiðandanum.

Sergio Marchionne forstjóri samsteypunnar er byrjaður að sameina stjórnendateymi Fiat og Chrysler sem verður sameiginleg á eftir sem hluti af sameiningu þeirra.