Ítalski bílaframleiðandinn Fiat á nú í viðræðum við bandaríska bílaframleiðandann Chrysler um mögulegt samtarf og jafnvel sameiningu.

Reuters fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Fiat hafi áhuga á að kaupa stóran hlut í Chrysler. Þá segir Reuters að viðbrögðin frá Chrysler hafi verið jákvæð enda eigi félagið í miklum lausafjárerfiðleikum um þessar mundir.

Þá er talið að með sameiningu félaganna geti Chrysler fengið greiðan aðgang að þróunarteymi Fiat sem einni hefur vakið áhuga stjórnenda Chrysler að nánu samstarfi.