„Kaup” Fiat á 35% hlut í bandaríska bílarisanum Chrysler sem kynnt voru í gær fela ekki í sér nein bein fjárútlát af hálfu Fiat. Það verða engir peningar reiddir fram vegna hlutabréfakaupa, engin hlutabréf í Fiat lögð fram sem greiðsla og engin göfuglynd tilboð gerð um skuldauppgjör að sögn The Detroit News.   Daniel Howes, dálkahöfundur The Detroit News, þykir ekki mikið koma til þessara viðskipta. “Ítalirnir eru ekki að borga nokkurn skapaðan hlut fyrir 35% hlut í Crysler LLC, - enga peninga, - enga hluti í Fiat SpA og engin göfuglynd tilboð eru lögð fram til að axla skuldir. Þetta segir allt sem segja þarf.”   Samstarfið sem kynnt var í gær felur í sér að Fiat fær aðgang að framleiðslulínum Chrysler í Bandaríkjunum til að koma sinni vöru ná markað. Fiat mun leggja fram hönnun að sparneytnum smábílum, vélar og gírskiptingar. “Samstarfið felur ekki í sér neinar skuldbindinar fyrir Fiat um að fjárfesta í Chrysler í framtíðinni.  Eigi að síður er tekið fram að Chrysler þurfi 3 milljóna dollara brúarlán til að borga skuldir sínar ef það á að lifa af fyrsta ársfjórðung þessa nýbyrjaða árs,” segir Daniel Howes og er mikið niðri fyrir.