Ítalska bílaframleiðandanum gengur allt í haginn þessa dagana. Hagnaður fyrsta ársfjórðungs var 251 milljón evra og hækkaði um9% milli ára þökk sé mikilli söluaukningu í Brasilíu og á minni fyrirtækjabifreiðum.

Fiat hefur tekist að lækka skuldir sína umtalsvert frá árslokum 2010, úr 542 milljónum evra í 489 milljónir og gerir ráð fyrir auknum hlut á evrópska markaðnum á síðari helmingi ársins.

Vilja eignast 51% hlut í Chrysler

Sergio Marchionne sem er forstjóri Fiat og Chrysler sagðist í dag að hann yrði hæstánægður ef Fiat tækist að eigna 51% í Chrysler, en ítalski bílaframleiðandinn á nú 30% í félaginu.

Til að svo geti orðið þarf Fiat að ná samningum við bandaríska og kanadíska ríkið um endurfjármögnum lána sem stjórnvöld lánuðu Chrysler í kjölfar fjármálakreppunnar 2008.