Ítalski bílaframleiðandinn Fiat hyggst festa kaup á 41,5% prósenta hlut í Chrysler Group. Hinn hluti Chrysler er þegar í höndum Fiat. Deilur hafa hins vegar staðið um verð á umræddum hlut en sjóðurinn United Auto Workers festi kaup á honum þegar Chrysler varð gjaldþrota og gekk í gengnum endurskipulagningu árið 2009. Á sama tíma eignaðist Fiat ráðandi hlut í Chrysler.

Framkvæmdastjóri Fiat segir alltaf hafa staðið til að kaupa sjóðinn út úr fyrirtækinu. United Auto Workers er lífeyrissjóður verkamanna. Fari svo, líkt og margir innan geirans spá, að aðilarnir nái ekki saman um verð á hlutnum þá getur sjóðurinn boðið hann út á almennum markaði.

Virði Chrysler er metið á milli 9 og 13,4 milljarða dollara samkvæmt bati UBS. Virði umrædds hlutar, 41,5%, er því á milli 4,1 og 5,5 millljarða dollara.