Frumkvöðullinn Fida Abu Libdeh, sem stofnaði nýsköpunarfyrirtækið Geosilica á Ásbrú, hefur verið valin „Maður ársins á Suðurnesjum árið 2014“ af Víkurfréttum .

Þar segir að saga hennar sé mögnuð; hún hafi komið hingað til lands frá Palestínu sextán ára gömul, lokið stúdentsprófi og svo í framhaldinu þriggja ára háskólanámi í umhverfis- og tæknifræði. Síðan hafi hún stofnað frumkvöðlafyrirtæki með skólafélaga sínum, Burkna Pálssyni, en vara þeirra kom á markað núna um áramótin. Er þar um að ræða kísilfæðubótarefni sem unnið er úr náttúrulegum íslenskum jarðhitakísli.

Nánar má lesa um Fidu og afrek hennar hér .