*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 17. maí 2017 12:30

Fields vill taka til

Mark Fields forstjóri Ford vill taka til og fækka starfsfólki til þess að kæta hluthafa.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford Motor Co. stefnir að því að leysa út um 10% af launþegum sínum sem starfa í Norður Ameríku og Asíu.

Alls starfa um 201.000 einstaklingar fyrir fyrirtækið, en aðgerðirnar eru líklega hugsaðar til þess að gleðja fjárfesta sem hafa tapað tæpum 17% á síðustu 12 mánuðum.

Félagið mun líklegast bjóða eldri starfsmönnum upp á það að fara fyrr á eftirlaun, en öðrum verða einhverskonar boðnir starfslokasamningar. 

Allar deildir verða teknar til endurskoðunar, en forstjórinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um að það hvort hann muni taka á sig launalækkun.

Hagnaður Ford lækkaði talsvert milli ára en hann fór úr 7,4 milljörðum dollara árið 2015 í 4,6 milljarða árið 2016.

Stikkorð: Bílar Markaðir Ford
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is