Danski bankinn FIH Erhvervsbank, sem er að öllu leyti í eigu Kaupþings banka, skilaði 7,5 milljarða íslenskra króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári, borið saman við 6,5 milljarða króna hagnað árið áður. Heildar vaxta- og þjónustutekjur námu 993 milljónum danskra króna, eða 10,5 milljörðum íslenskra króna og hagnaður fyrir skatta var 890 milljónir danskra króna, eða 9,4 milljarðar íslenskra króna.

Skuldir FIH Erhvervsbank námu 58.988 milljónum danskra króna um áramót, eða 623 milljörðum íslenskra króna. Eigið fé var 5.791.000 danskar krónur, eða 61,2 milljarðar íslenskra króna.

Samkvæmt tilkynningu býst bankinn við að hagnaður eftir skatta aukist um 10% á árinu 2006, miðað við þessar niðurstöður.