Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur gefið hinum danska FIH banka einkunnina AAA á langtíma skuldabréfaútgáfu bankans, en íslenska ríkið er með veð í hlutabréfum bankans vegna lána til Kaupþings.

Bankinn er því með sömu einkunn og konungsríkið Danmörk, að því er segir í frétt um málið á vefútgáfu Börsen.

Í fréttinni kemur fram að mat Fitch Ratings sé meðal annars grundvallað á ríkisábyrgðinni sem FIH hefur.