Í liðnum mánuði voru framin 1.158 hegningarlagabrot á landinu öllu, talsvert fleiri en í júlímánuði í fyrra, en hins vegar færri en árið 2006.

Í liðnum mánuði voru einnig skráð tæplega 5.900 umferðalagabrot á öllu landinu sem er rétt tæplega 4% færri brot en í fyrra.

Fíkniefnabrot voru 163 talsins í júlí en voru 175 talsins í fyrra og 197 árið 2006, þ.e. 34 brotum færra en fyrir tveimur árum. Að vonum voru þau flest á höfuðborgarsvæðinu, eða 70 talsins.

Þó er athyglisvert að það er talsvert mikil fækkun frá liðnum árum, í júlí 2007 voru fíkniefnabrotin 116 talsins á höfuðborgarsvæðinu og 128 talsins í júlí 2006.

Fíkniefnabrotin á landinu í júlí voru hins vegar fleiri í júlí í en seinustu sex mánuði þar á undan, og þakkar ríkislögreglustjóri auknu eftirliti þá niðurstöðu.

Flest innbrot í júlí

Fjöldi innbrota náði einnig hámarki í júlí ef litið er til mánuðina á undan og voru 262 innbrot tilkynnt. Fjöldi tilkynntra líkamsmeiðinga var 102 í júlí en flest voru þau það sem af er árinu í mars sl., alls 124 talsins.