*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 3. febrúar 2006 15:17

Fikt ehf. kaupir í Kaupþingi banka

félag fjárhagslega tengt Finni Ingólfssyni

Ritstjórn

Fikt ehf., sem er fjárhagslega tengt Finni Ingólfssyni, stjórnarmanni í Kaupþingi banka, keypti í bankanum fyrir um 70,5 milljónir króna í dag, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Félagið er skráð til heimilis hjá Finni Ingólfssyni, en hann á enga hluti í bankanum, segir í tilkynningunni.

Þetta eru samtals 76.000 hlutir. Bréfin voru keypt á 928 krónur á hlut.

Aðilar fjárhagslega tengdir Finni Ingólfssyni eiga samtals 28.448.920 hluti í bankanum eftir viðskiptin.

Að auki eiga aðilar fjárhagslega tengdir Finni Ingólfssyni 1.930.000 hluti í bankanum samkvæmt framvirkum samningi.