François Fillon, forsetaframbjóðandi fyrir franska Lýðveldisflokkurinn, er nú í klandri vegna ráðningar á eiginkonu hans í starf aðstoðarmanns, þegar hann sat á franska þinginu. Frá þessu er greint í frétt Financial Times .

Þrýst er á Fillon að tilgreina hvað störf eiginkonu hans fólust í, þegar hún starfaði fyrir hann sem þingmann. Í frönsku dagblaði er því slegið föstu að Penelope Fillon, velsk eiginkona hans, hafi hlotið 500 þúsund evrur í laun á átta árum, en hafi ekki unnið mikið fyrir kaupinu.

Peningarnir komu úr sjóðum ríkisins sem að hver þingmaður fær til þess að ráða sér aðstoðarmenn. Penelope Fillon aðstoðaði bæði eiginmann sinn sem og arftaka hans á franska þinginu, en haft er eftir öðrum aðstoðarmanni fransks þingmanns, í dagblaðinu Le Canard Enchaîné, að eiginkonan hafi gert sáralítið.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í Frakklandi er Fillon sigurstranglegur í forsetakosningum. Fyrsta umferð kosninganna verður í maí og er líklegt að hann þurfi að etja kappi við Marine Le Pen. Fillon hjónin gáfu sig ekki á tal við Financial Times við gerð fréttarinnar.