*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Erlent 1. mars 2017 15:41

Fillon hvergi banginn

Francois Fillon forsetaframbjóðandi í Frakklandi þarf að mæta fyrir dóm og talar um „pólitískt aðsátur“.

Ritstjórn
epa

Francois Fillon frambjóðandi franska Lýðveldisflokksins segist ætla að berjast áfram í forsetakosningum þrátt fyrir að formleg rannsókn sé hafin á máli frambjóðandans.

Málið snýst um það að Fillon réð eiginkonu sína í starf aðstoðarmanns, þegar hann sat á franska þinginu. Þrýst hefur verið á Fillon að tilgreina í hverju störf eiginkonu hans fólust í, þegar hún starfaði fyrir hann sem þingmann. Í frönsku dagblaði er því slegið föstu að Penelope Fillon, velsk eiginkona hans, hafi hlotið 831.400 þúsund evrur í laun á átta árum, en hafi ekki unnið mikið fyrir kaupinu.

„Þetta er pólitískt aðsátur,“ er haft eftir Fillion í frétt BBC um málið. Hann þarf nú að mæta fyrir dóm 15. mars næstkomandi vegna málsins.

Fyrsta umferð forsetakosninganna í Frakklandi fer fram 23. apríl næstkomandi og seinni umferðin verður 7. maí. Löngum var Fillon talinn sigurstranglegur í kosningunum en nú hefur mannorð hans beðið hnekki og hefur Fillon dregist aftur úr í skoðanakönnunum. Hins vegar koma Marine Le Pen og Emmanuel Macron vel út úr síðustu skoðanakönnunum.