Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru ekki miklar líkur á verulegum hagvexti á þessu ári. Er það ávísin á rýrnandi lífskjör samanborið við önnur lönd, og að öllum líkindum umfram það sem íslendingar geta vel sætt sig við. Þetta kemur fram á vefsíðu Viðskiptasráðs. Er það mat þeirra að kraftmikið atvinnulíf sé skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjört og standa undir öflugu velferðarkerfi.

Því hefur viðskiptaráð mótað fimm áherslur og lagt til að þær verðir hafðar að leiðarljósi við uppbyggingu og endurreisn hagkerfisins. Áherslunar eru þessar:

  • Að Ísland verði fyrirmynd annarra landa um góða stjórnarhætti viðskiptalífs og hins opinbera
  • Aukinn fjöldi starfa í einkageiranum
  • Aukið framboð vinnuafls til einkageirans
  • Alþjóðlega samkeppnishæft rekstrarumhverfi fyrirtækja
  • Stöðugt aukin skilvirkni í nýtingu opinberra fjármuna