Fimm ár eru í dag liðin frá því að lög um gjaldeyrishöft voru sett. Það var Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, sem mælti fyrir frumvarpinu að kvöldi 27. nóvember.

Gjaldeyrishöftin áttu að tímabundin aðgerð til þess að stöðva fjármagnshreyfingar á milli landa. „Við erum fyrst og fremst að gera þetta til þess að varna því að gengi krónunnar hrapi ískyggilega niður,“ sagði Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra í samtali við RÚV. Viðtalið við Geir var spilaði í Speglinum á RÚV núna í kvöld.

Nú fimm árum eftir að höftin voru sett á liggur ekki fyrir áætlun um það hvernig á að afnema þau.