Hlutabréfavísitalan S&P500 endaði í 676 stigum 9. mars 2009 nokkrum mánuðum eftir fall Lehman Brothers. Þetta var dagurinn þar sem botninum var náð en á morgun eru fimm ár síðan.

Í gær, föstudag, við lokun markaða var vísitalan komin í 1.880 stig. Frá þessum tíma hefur vísitalan hækkað um 170%. Í umfjöllun vefmiðilsins e24.no er rakið hvernig bandaríski Seðlabankinn hefur notað ýmis ráð, þar á meðal vaxtalækkanir og skuldabréfakaup, til að liðka fyrir uppgangi efnahagslífsins.