Á morgun eru fimm ár liðin frá því bandaríski Lehman bankinn fell. Enn er verið að gera þúsundir krafna upp og nema upphæðirnar sem um er að tefla milljörðum punda.

Slitastjórn bankans segir að það muni að minnsta kosti taka fimm ár í viðbót að ljúka við slit bankans. „Það er mjög líklegt að eftir fimm ár verði slitameðferð enn í gangi, þótt flest stóru málin ættu þá að vera frá,“ segir Tony Lomas, hluthafi í PricewaterhouseCoopers sem sér um slitameðferðina.

Telegraph segir að hundruð fyrrverandi starfsmanna Lehman vinni nú fyrir PwC við slitameðferð bankans. Sumir fyrrverandi yfirmenn hjá bankanum þéna álíka mikið hjá PwC og þeir gerðu á meðan þeir störfuðu hjá bankanum.

Fall Lehman hafði gríðarleg áhrif á rekstur banka víðsvegar um heim, þar á meðal hér á Íslandi.