Greiningadeild Arion banka telur að raungengi íslensku krónunnar sé orðið of hátt. Hins vegar kemur fram í greiningu bankans að þó að óvissan sé talsverð sé lítil innistæða fyrir frekari styrkingu orðin lítil. Hér verður fyrst upplistað þeim fimm ástæðum fyrir því hvers vegna greiningadeildin telur krónuna of sterka - svo verður farið nánar í ástæðurnar. Hægt er að lesa greininguna hér.

  1. Ísland er að líkindum dýrasta land í heimi.
  2. Laun á Íslandi eru með því allra hæsta sem gerist.
  3. Afkoma í útflutningsgreinum fer hratt versnandi.
  4. Talsverður skammtímameðbyr hefur verið með krónunni síðustu mánuði.
  5. Krónan er að öllum líkindum komin yfir jafnvægisraungengið.

1) Dýrasta land í heimi?

Greiningardeild Arion banka bendir á að verðlag á vörum og þjónustu í erlendri mynt er gífurlega hátt hér um þesar mundir sökum sterkari krónu. „Kenningin um kaupmáttarjöfnuð, eða hlutfallslegt verðlag sé til lengri tíma nokkuð fast á milli landa, er ein af þeim sem fræðimenn eru helst sammála um að geti útskýrt gengi gjaldmiðla til lengri tíma,“ segir í greingunni. Einnig bendir greiningardeild Arion banka á að „bjórgengi“ krónunnar sé vanalega hátt en að nýleg þróun geri það sérstaklega hátt. Eins og sakir standa kostar bjór í Reykjavik nífalt meira en í Prag, næstum tvöfalt meira en í Lundúnum.

2) Minni framleiðni — hærri laun

Laun á Íslandi eru með því allra hæsta sem gerist að sögn greiningardeildarinnar en þó er framleiðni vinnuafls hér við meðaltal OECD, sem rýrir því samkeppnisstöðu þjóðarbúsins. Miðað við lægstu laun samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins eru lágmarkslaun hér á landi með því allra hæsta sem gerist í löndunum sem við miðum okkur við.

3) Verri afkoma útflutningsgreina

Að sögn greiningaraðila standa útflutningsgreinar frammi fyrir verðhjöðnun tekjumegin og verðbólgu gjaldamegin. Afkoma útflutningsgreina virðist fara versnandi. Þessu til rökstuðnings bendir greiningardeildin á að engin sjávarútvegsfyrirtæki segja að EBITDA hafi aukist síðastliðna 6 mánuði og fleiri ferðaþjónustufyrirtæki segja að afkoman hafi versnað en þau sem segja að hún hafi batnað. Einnig segir í greiningunni að útlit sé fyrir að afkoma í sjávarútvegi verði sú lakasta í langan tíma og að óvissan og breytileikinn milli fyrirtækja sé enn meiri. Þetta gæti kallað aukna hagræðingu á ýmsum sviðum greinarinnar.

4) Meðbyr

Talsverður skammtíma meðbyr hefur verið með íslensku krónunni á síðustu misserum og gæti hann varað en lengur, þó að líklegra sé að hann snúist við. „Ríkjandi væntingar um gengisstyrkingu hafa vafalaust haft áhrif,“ að sögn greiningaraðila. Bent er á að fjármagnsflæðið í fyrra var mjög hliðhollt krónunni sem að þýddi ef til vill að meiri styrkingu. „Mikill hagvöxtur, vöxtur einkaneyslu, mikil fjárfesting og síðast en ekki síst ferðaþjónusta spila þar stóra rullu,“ segir í greiningunni. Á fyrri hluta þessa árs hefur sú þróun haldið áfram með talsverðri nýfjárfestingu.

5) Raungengi yfir jafnvægisraungengingu

Að sögn greiningardeildar Arion banka er raungengið yfir jafnvægisraungengi bæði samkvæmt mati þeirra og nýjasta mati Seðlabankans. Miðað við einfalt mat er það nú 14 prósentustigum yfir jafnvægisgildi sínu - sem þýðir í einföldu máli að gengið sé 14 prósentustigum of sterkt. Seðlabanki Íslands áætlar í líkani sínu að jafnvægisraungengið hafi lækkað um 27 prósentustig frá því fyrir hrun. „Grunsamlega hröð og fullkomlega línuleg hækkun sem er samt ein helsta ástæða þess að Seðlabankinn spáir frekari styrkingu. Raungengið er 9% yfir síðasta mati Seðlabankans á jafnvægisraungengi,“ segir í greiningu bankans.