Fimm af stærstu bönkum í heimi hafa verið sektaðir um samtals 5,7 milljarða dala, jafnvirði 758 milljarða íslenskra króna, fyrir ólöglega hagræðingu á gjaldeyrismarkaði. BBC News greinir frá þessu.

Þar kemur fram að bankarnir JP Morgan, Barclays, Citigroup og RBS hafi samþykkt að játa sekt sína gagnvart ákæru í málinu fyrir bandarískum dómstólum. Sá fimmti, UBS bankinn, hefur jafnframt játað að hafa haft óeðlileg áhrif á vexti.

Barclays bankinn hlaut hæstu sektina af bönkunum fimm, en hún nemur 2,4 milljörðum dala. Bankinn hefur sagt upp átta starfsmönnum vegna málsins.

Nánar á vef BBC News .