Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa sektað fimm stóra banka fyrir tilraunir til hagræðingu vaxta í gjaldeyrisviðskiptum. BBC News greinir frá þessu.

Bankarnir eru sektaðir um samtals tvo milljarða breskra punda, en það jafngildir um 393 milljörðum íslenskra króna. Bankarnir sem um ræðir eru HSBC, Royal Bank of Scotland, Swiss Bank UBS auk bandarísku bankanna JP Morgan Chase og Citibank.

Barclays bankinn er einnig undir rannsókn yfirvalda vegna gruns um samskonar brot.