Arev verðbréfafyrirtæki hf. greiðir hæstu meðallaunin í fjármálageiranum samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar, en sérrit blaðsins, 300 stærstu er nýkomið út.

Meðalmánaðarlaun hjá Arev voru 1.291.000 krónur, en Eyrir Invest fylgir fast á eftir með meðallaun upp á 1.271.000 krónur.

Á lista yfir þau tíu fjármálafyrirtæki sem hæst meðallaun greiða er Lýsing með hæsta heildarlaunakostnaðinn og nam hann 520 milljónum króna í fyrra. Meðallaun hjá Lýsingu voru um 866.000 krónur á mánuði.

Hæstu launin hjá fjármálafyrirtækjum árið 2011
Hæstu launin hjá fjármálafyrirtækjum árið 2011
© vb.is (vb.is)