Fimm fréttamenn á fréttastofu RÚV sóttu um starf fréttastjóra á Ríkisútvarpinu í stað Óðins Jónssonar. Þetta eru fréttamennirnir Heiðar Örn Sigurfinnsson, Jóhann Hlíðar Harðarson, Pálmi Jónasson, Rakel Þorbergsdóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, sem jafnframt er varafréttastjóri.

Aðrir fyrrverandi fréttamenn á fréttastofunni sóttu sömuleiðis um starfi. Það eru þau Benedikt Sigurðsson, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs - og landbúnaðarráðherra,Jóhann Hauksson, fyrrverandi fréttamaður og dagskrárstjóri og upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar VG og Samfylkingar, og Svavar Halldórsson. Þá sótti Ingólfur Bjarni Sigfússon jafnframt um stöðuna. Hann er nýmiðlastjóri RÚV en var sagt upp ásamt fleirum framkvæmdastjórum RÚV. Hann sótti um stöðuna á nýjan leik og var einn 28 umsækjenda um stöðu vef- og nýmiðlastjóra RÚV.