FBI handtók í dag fimm menn í tengslum við Lufthansa ránið á Kennedyflugvellinum í New York árið 1978. Ráninu er gerð skil í Goodfellas myndinni. Ræningarnir gengu á brott með 5 milljónir dala. Hinn 78 ára gamli Vincent Asaro var handtekinn á heimili sínu i Queens og hinir fjórir voru einnig handteknir í New York.

Lufthansaránið var á sínum tíma sagt stærsta ránið í sögu Bandaríkjanna. Ránið varð mjög umtalað eftir að Martin Scorsese gerði myndina Goodfellas. Ræningjarnir nýttu sér upplýsingar frá flugvallarstarfsmanni til þess að fremja ránið.

Ræningjarnir sem voru sex stálu seðlum sem átti að flytja til Þýskalands með flugvél Lufthansa, fleygðu þeim inn í bíl og brunuðu í burtu.