Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, gerir ráð fyrir að félagið verði með fimm lyf í klínískum lyfjaprófunum í lok yfirstandandi árs.

Þeir sjúkdómar sem félagið er með efni í lyfjaþróun þessa stundina eru hjartaáfall, útæðasjúkdómur (peripheral artery disease eða PAD) og verkir. Einnig er félagið með efni í klínískri lyfjaþróun við astma í samstarfi við þriðja aðila.

Fyrr í dag hélt Kári og Tómas Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar og samstarfssamninga, fund með fréttamönnum og greiningaraðilum þar sem rekstur og starfsemi félagsins var kynnt.