Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli ríkissaksóknara gegn Jóni Garðari Ögmundssyni vegna meiriháttar skattalagabrota. Var Jón Garðar dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar að fjárhæð 45,1 milljón króna.

Jón Garðar stóð ekki skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna tveggja skyndibitastaða í hans eigu, McDonalds annars vegar og Metro hins vegar. Alls var honum gefið að sök að hafa haldið eftir 22,6 milljónum króna af opinberum gjöldum á árunum 2009 og 2010.