Af starfsmönnum Seðlabanka Íslands eru fimm með hærri föst mánaðarlaun en Már Guðmundsson seðlabankastjóri, æðsti maður bankans. Meðal þeirra starfsmanna er Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri.

Þrír aðilar ákvarða laun starfsmanna Seðlabankans. Kjararáð ræður launum bankastjóra, bankaráð ræður launum aðstoðarseðlabankastjóra og laun annarra eru samkvæmt launasamningum við vinnuveitandann sjálfan. Taktur launamála bankans skýrist af þessu, í það minnsta að hluta til.

Nánar er fjallað um málið í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.