*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 7. júní 2018 09:55

Fimm með stöðu sakbornings

Fimm einstaklingar eru með stöðu sakbornings í lögreglurannsókn á sölu Skeljungs.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í síðustu viku var hafin lögreglurannsókn vegna sölu Skeljungs. Líkt og Viðskiptablaðið greindi nýverið frá. Rannsóknin beinist að því hvort þáverandi eigendur Skeljungs hafi komið sér hjá því að greiða skuld við Íslandsbanka með því að færa til eignir.

Fram kemur í Morgunblaðinu í morgun að fimm einstaklingar hafi stöðu sakbornings. Það eru þau Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, Guðmundur Örn Þórðarson, sem keyptu fyrirtækið á sínum tíma. Einar Örn Ólafsson, en hann annaðist sölu fyrirtækisins fyrir hönd fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka og varð síðar forstjóri þess, Halla Sigrún Hjaltadóttir og Kári Þór Guðjónsson en þau störfuðu hjá Íslandsbanka þegar fyrirtækið var keypt og auðguðust síðan töluvert á viðskiptum með færeyska olíufyrirtækið P/F Magn. 

Héraðssaksóknari rannsakar nú hvernig eignarhlutir í Skeljungi skiptu um hendur eftir að hann komst úr höndum Glitnis og Íslandsbanka. Talið er að fléttur í tengslum við eignarhaldið hafi rýrt veð sem bankinn gekk að í tengslum við það að félagið Skel Investment. En það félag hélt utan um 51% hlut Svanhildar og Guðmundar. Rannsakað er hvort bankinn hafi farið á mis við hundruði milljóna vegna þessara viðskipta.

Einnig er til rannsóknar hvað leiddi til þess að Halla Sigrún, Kári Þór og Einar Örn eignuðust hvert 22% hlut í P/F Magn. Gögn sýna fram á að þau greiddu 24 milljónir fyrir hlutinn en síðar selt hann á um 900 milljónir.

Stikkorð: Íslandsbanki Skeljungur