Nýtt þróunarfélag undir forstöðu Jakobs Frímanns Magnússonar stefnir að fimm milljarða framkvæmdum í Össurárdal, norðan við Höfn í Hornafirði að því er fram kemur í Morgunblaðinu . Verkefnið gengur undir nafninu Álfaland, þar sem Jakob Frímann segir að stefnt sé að skapa á heilsu- og upplifunartengda aðstöðu. Þá eru frekari fjárfestingar hér á landi á næstu árum ekki útilokaðar.

Álaug Magnúsdóttir, fjárfestir í New York er stofnandi félagsins á samt arkitekinum John Brevard og fleiri aðilum. Jakob Frímann segir Áslaugu vera þann Íslending sem sé sennilega best tengdur á alþjóðavettvangi að Ólafi Ragnar Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, undanskildum.

Jakob Frímann mun nú kveðja Miðborgina þar sem hann hefur haldið um stjórnartaumana undanfarin áratug.