Brátt munu fimm ný fiskiskip, fyrir yfir 13 milljarða króna, komast í eigu íslenskra útgerðarfyrirtækja. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að skipin eru ýmist í smíði eða búið að semja um byggingu þeirra.

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Hraðfrystihúsið-Gunnvör sömdu nýlega um smíði á tveimur ísfisktogurum. Kostaður við smíði hvors skips er áætlaður um 1,5 milljarðar. HB Grandi samdi í fyrrahaust um smíði tveggja skipa í Tyrklandi og Ísfélagið fær nýtt skip afhent á næstunni sem er smíðað í Tyrklandi.