Nýlega bættust fimm nýir meðeigendur í eigendahóp Deloitte. Þeir eru nú samtals 39 eigendur, að því er fram kemur í tilkynningu.

Eigendurnir nýju eru:

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Jóhann Geir Harðarson. Jóhann starfar á endurskoðunarsviði Deloitte. Hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði af fjármálasviði árið 2001 og með Cand. Oecon gráðu af endurskoðunarsviði árið 2005 og fékk löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2009. Jóhann hóf störf hjá Deloitte árið 2000 og hefur starfað þar síðan að undanskildu ári þar sem hann starfaði hjá Glitni / Íslandsbanka. Jóhann hefur víðtæka reynslu af endurskoðun. Meðal annarra verkefna sem Jóhann hefur umtalsverða reynslu af má nefna áreiðanleikakannanir, verðmatsverkefni svo sem fyrirtækja, fasteigna og lánasafna, endurútreikning lánasafna, skiptingar og samrunar og ýmis skattaverkefni.

Guðmundur Ásgeirsson
Guðmundur Ásgeirsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Guðmundur Ásgeirsson . Guðmundur  hóf störf hjá Deloitte árið 2006.  Hann útskrifaðist með meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá HÍ 2010 og fékk löggildingu til endurskoðunarstarfa ári síðar. Guðmundur hefur stýrt starfsstöð Deloitte í Vestmannaeyjum sl. 2 ár.  Hann hefur góða reynslu af endurskoðun og stjórnun endurskoðunarverkefna hjá stórum og meðalstórum fyrirtækjum  m.a. í sjávarútvegi, lífeyrissjóðum, bæjarsjóðum og fjármálafyrirtækjum.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Emil Viðar Eyþórsson .  Emil  starfar í Fjármálaráðgjöf Deloitte.  Hann útskrifaðist með Cand. oecon gráðu frá Háskóla Íslands árið 2005  og fékk löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2011. Emil hóf störf hjá Deloitte árið 2002, fyrst við endurskoðun og uppgjör en síðar í Fjármálaráðgjöf Deloitte, og hefur starfað þar síðan að undanskildu ári þar sem hann starfaði hjá Icelandic Group. Emil hefur góða þekkingu á endurskoðun, uppgjörum og fyrirtækjaráðgjöf. Emil hefur stýrt stórum verkefnum í tengslum við áreiðanleikakannanir ásamt því að koma að vinnu við verðmöt, kaup og sölur á fyrirtækjum og öðrum verkefnum á sviði Fjármálaráðgjafar Deloitte, bæði hérlendis sem erlendis. Emil hefur einnig töluverða reynslu af kennslu í háskólum.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ingvi Björn Bergmann. Ingvi starfar á endurskoðunarsviði Deloitte.  Hann útskrifaðist með Cand. oecon gráðu frá Háskóla Íslands árið 2006 og fékk löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2009. Ingvi hóf störf hjá Deloitte árið 2004.  Hann starfaði í 2 ár hjá Deloitte í Kaupmannahöfn og hefur sérhæft  sig í endurskoðun og ráðgjöf á sviði fjármála, reikningskila og skattamála fyrir skráð alþjóðleg félög.  Ingvi Björn hefur auk þess verið stundakennari við Háskóla Íslands í reikningsskilum.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Signý Magnúsdóttir. Signý starfar á endurskoðunarsviði Deloitte og hóf störf hjá Deloitte árið 2006.  Signý útskrifaðist með meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum árið 2008 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2011. Signý hefur mikla og góða reynslu af endurskoðun og reikningsskilum hjá stórum og meðalstórum fyrirtækjum. Signý hefur sérhæft  sig í endurskoðun og reikningsskilum fyrir alþjóðleg félög. Hún hefur mjög góða þekkingu og reynslu af IFRS og er hluti af IFRS sérfræðihóp Deloitte.  Signý situr í stjórn félags kvenna í endurskoðun og hefur auk þess verið stundakennari við Háskóla Íslands í reikningsskilum.