KPMG hefur nýlega fengið til starfa fimm nýja ráðgjafa. Þetta eru þau Sylvía Rut Vilhjálmsdóttir, Helga Garðarsdóttir, Sigrún Vala Hauksdóttir, Benedikt Guðmundsson og Petra Rut Ingvadóttir.

Á ráðgjafarsviði KPMG á Íslandi starfa nú um 50 ráðgjafar sem veita fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum ráðgjöf á sviði fjármála, sjálfbærni, rekstrar, áhættu- og upplýsingatækni.

Sylvía Rut Vilhjálmsdóttir hefur hafið störf á ráðgjafarsviði KPMG og mun sérhæfa sig í ráðgjöf tengdri viðskiptagreind. Sylvía hefur undanfarin ár starfað við greiningar, líkanagerð og verkefnastjórnun – nú síðast í tekjustýringu hjá Icelandair. Sylvía er með MSc gráðu í Rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BSc gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Helga Garðarsdóttir hefur hafið störf á ráðgjafasviði og mun hún sérhæfa sig í ráðgjöf tengd kostnaðar- og þarfagreiningum, úttektum og samningagerð. Helga starfaði áður sem Deildarstjóri rekstrardeildar á Heilbrigðissviði Icepharma og þar á undan hjá Sjúkratryggingum Íslands sem bæði Deildarstjóri Greiningardeildar og sérfræðingur í samningamálum og útboðum. Hún er með B.sc. gráðu í hjúkrunarfræði og M.S gráðu í heilsuhagfræði.

Sigrún Vala Hauksdóttir hefur hafið störf í fjármálaráðgjöf KPMG. Hún hefur starfað innan fjármálageirans frá árinu 2015, þar af í Markaðsviðskiptum Seðlabanka Íslands frá árinu 2018 við lausafjárstýringu, umsjá og eftirlit markaða. Sigrún Vala er með BSc gráðu í hagfræði og fjármálum og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum ásamt því að vera nú í mastersnámi í fjármálum fyrirtækja.

Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf fjármálaráðgjafa á ráðgjafasviði KPMG og hefur þegar hafið störf. Benedikt er útskrifaður viðskiptafræðingur frá HÍ og lauk á nýliðnu ári meistaranámi í fjármálum frá Edinborgarháskóla í Skotlandi. Meistararitgerð Benedikts fjallaði um ESG fjárfestingar fyrirtækja. Benedikt nam einnig við Stanford háskóla í Bandaríkjunum í skiptinámi frá HÍ. Benedikt hefur áður starfað á viðskiptaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins og í stöðu sérfræðings í fjármáladeild VÍS.

Petra Rut Ingvadóttir hefur hafið störf á ráðgjafasviði í stafrænni umbreytingu. Hún hefur meðal annars starfað hjá Nordic Luxury við innleiðingu á Salesforce CRM kerfi og hjá AwareGO sem sérfræðingur í ánægju og vegferð viðskiptavina. Petra er með BSc gráðu í viðskipta- og hagfræði og MSc gráðu i Upplýsingastjórnun frá Aarhus Unversity í Danmörku.

Ráðgjafarsvið KPMG er fremur hluti af 2.000 manna ráðgjafarteymi KPMG á Norðurlöndunum sem hefur reglulega aðkomu að ráðgjafarverkefnum fyrir viðskiptavini KPMG á Íslandi, auk þess sem ráðgjafar á Íslandi styðja við verkefni erlendis.