Nýir stjórnendur hjá Mílu eru:

Hjalti Hjaltason
Hjalti Hjaltason
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Hjalti S. Hjaltason hefur verið ráðinn deildarstjóri Þjónustu- og viðskiptastýringar hjá Mílu. Hluti ábyrgðar deildarstjóra eru dagleg samskipti við viðskiptavini Mílu, utanumhald um verkefni deildarinnar og stjórn daglegrar starfsemi í samræmi við markmið hennar. Hjalti starfaði áður hjá Vinnumálastofnun sem ráðgjafi og verkefnisstjóri. Hann starfaði einnig sem verkefnisstjóri hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Hjalti er menntaður viðskiptafræðingur með MS.c og BS.c gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri.

Sævar Örn Guðjónsson
Sævar Örn Guðjónsson
© vb.is (vb.is)

Sævar Örn Guðjónsson hefur verið ráðinn deildarstjóri Kerfisvöktunar hjá Mílu. Starf deildarstjóra felst í daglegri stjórnun deildarinnar, hann hefur yfirumsjón með sólarhringsvöktun á kerfum Mílu auk fyrstu viðbragða vegna bilana og ber ábyrgð á tilkynningum til viðskiptavina hvað varðar bilana- og framkvæmdatilkynningar. Sævar starfaði áður sem sérfræðingur hjá Þróunardeild Mílu og einnig sem hönnuður og verkefnastjóri síma og ljósleiðaradreifikerfis hjá Símanum. Sævar hefur lokið námi í rekstrariðnfræði og rafiðnfræði frá háskólanum í Reykjavik.

Benedikt  Rúnarsson
Benedikt Rúnarsson
© vb.is (vb.is)

Benedikt Rúnarsson hefur verið ráðinn öryggis og gæðastjóri hjá Mílu. Starf öryggis og gæðastjóra felst í framkvæmd og eftirfylgni öryggis og gæðamála hjá fyrirtækinu. Öryggisstjóri sér einnig um að ferlar og verklagsreglur fyrirtækisins séu skjalfestar og aðgengilegar starfsmönnum fyrirtækisins. Benedikt starfaði áður sem deildarstjóri Þjónustustýringar hjá Mílu, og einnig hefur hann starfað sem viðskiptastjóri hjá Símanum, sem og við öryggis og gæðamál hjá Símanum. Hann hefur einnig mikla reynslu af skráningu og eftirfylgni ferla sem nýtast mun vel í nýju starfi.

Míla hefur ráðið tvo nýja viðskiptastjóra, Jóhann Valberg Árnason og Frey Hólm Ketilsson. Starf viðskiptastjóra hjá Mílu felst í samskiptum við lykilviðskiptavini Mílu, ráðgjöf í fjarskiptamálum fyrirtækjanna og stýringu á afgreiðslu beiðna og pantana frá viðskiptavinum Mílu, auk þátttöku í mótun sameinaðrar deildar Þjónustu- og viðskiptastýringar.

Jóhann Valberg Árnason hóf störf hjá Mílu í maí síðastliðnum. Hann starfaði áður sem fjármálastjóri hjá Locum Export og einnig sem viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka/Glitni. Jóhann er viðskiptafræðingur og er sem stendur að klára M.Sc gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Jóhann Valberg
Jóhann Valberg
© vb.is (vb.is)

Freyr Hólm Ketilsson hóf störf hjá Mílu 1. ágúst síðastliðinn. Hann starfaði áður sem markaðsstjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu REMake Electric og þar áður sem þjónustustjóri hjá Netvistun. Freyr er viðskiptafræðingur af markaðssviði frá Háskólanum á Akureyri.

Freyr Hólm
Freyr Hólm
© vb.is (vb.is)