*

sunnudagur, 19. september 2021
Innlent 19. október 2020 10:43

Fimm prósent hagvöxtur í Kína

Iðnaðarframleiðsla í Kína óx um 6,9% í september. Talið er Kína verði eina stóra hagkerfi heimsins með hagvöxt á þessu ári.

Ritstjórn
EPA

Hagvöxtur í Kína á þriðja ársfjórðungi var 4,9% samanborið við 3,2% á fyrri fjórðungi. Iðnaðarframleiðsla tók við sér og óx um 6,9% í september og hefur vöxturinn ekki verið meiri á þessu ári. Talið er að Kína verði eina stóra hagkerfi heimsins sem mun upplifa hagvöxt á þessu ári.

Smásala jókst um 3,3% í síðasta mánuði og hefur hún ekki aukist hraðar í Kína á þessu ári. Hún óx um 0,5% í ágúst eftir að hafa dregist saman í sjö mánuði í röð. Á fyrsta ársfjórðungi á þessu ári dróst hagkerfi Kína saman um 6,9% en landið hafði upplifað samfelldan hagvöxt í fjóra áratugi í röð.

Talið er að einkaneysla í Kína gæti orðið sá liður sem hefur mest áhrif á innlenda eftirspurn þarlendis. Til þess þyrfti tiltrú neytenda að aukast en eins og er vex fjárfesting hraðast. Umfjöllun á vef Financial Times.

Stikkorð: Kína einkaneysla Hagvöxtur Kína