Samanlögð landsframleiðsla í Bandaríkjunum, Kína, Indlandi, Japan og  Þýskaland jafngildir nánast helmingi samanlagðrar framleiðslu í alþjóðahagkerfinu sé miðað við fast verðlag ársins 2005.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ICP (International Comparison Program) sem er stofnun á vegum Alþjóðabankans sem ber saman hagtölur ríkja heims.

ICP ber til dæmis saman kaupmát og verð hjá mismunandi ríkjum en gögnin sem stofnunin styðst við koma m.a. frá ríkjum innan OECD og Eurostat.

Í skýrslunni kemur fram að Kína, sem er með í samanburðinum í fyrsta sinn, er annað stærsta hagkerfi heims með 9% allra landsframleiðslu heimsins.

Hægt er að nálgast skýrslu ICP á www.worldbank.org/data/icp .