Fimm millistjórnendum sem störfuðu hjá Sýn hefur nú verið sagt upp. Frá þessu er greint á Vísi .

Um er að ræða þá Ágúst Héðinsson, forstöðumann miðla, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, sölustjóra, Guðfinn Sigurvinsson, samskiptastjóra, Guðjón Helga Egilsson, verkefnastjóra og Svan Valgeirsson, auglýsingastjóra.

Í pósti Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, sem sendur var starfsmönnum í dag segir hann að breytingarnar séu þó á „engan hátt áfellisdómur yfir starfi þeirra.“

„Við erum að bæta viðmót okkar gagnvart viðskiptavinum og í því augnamiði þurfum við að einfalda reksturinn og bæta upplifun viðskiptavinanna. Ástæða breytinganna er því einungis breytt skipulag innanhúss,“ skrifar Heiðar.