*

fimmtudagur, 17. júní 2021
Innlent 9. janúar 2014 08:28

Fimm stóru smálánafyrirtækin í eigu tveggja aðila

Erfitt er að greina eignarhald á þremur smálánafyrirtækjum hér á landi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ekki er vitað hverjir eru endanlegir eigendur þriggja smálánafyrirtækja hér á landi. Fyrirtækin er önnur blokkin af tveimur á smálánamarkaði hér á landi. Fram kemur í Kjarnanum í dag að Hraðpeningar, 1909 og Múli séu öll í eigu félags sem skráð er á Kýpur og heitir Jumdon Finance Ltd. Forsvarsmaður og framkvæmdastjóri félaganna á Íslandi er Óskar Þorgils Stefánsson. Þorgils gat ekki gefið Kjarnanum upplýsingar um það hverjir eigi fyrirtækin þrjú. Hvorki Fjármálaeftirlitið, sem annast eftirlit fyrirtækjunum, né Ríkisskattstjóri gátu heldur svarað því hverjir væru endanlegir eigendur fyrirtækjanna. 

Hin blokkin eru fyrirtækin Kredia og Smálán. Þau eru bæði skráð í eigu Leifs Alexanders Haraldssonar. Endanlegur eigandi þeirra, samkvæmt upplýsingum Kjarnans, er Mario Megela, fjárfestir frá Slóvakíu. Megela á svo hlut í félaginu DCG ehf sem Leifur er skráður 100% eigandi að. Fyrirtækið er með víðtæka starfsemi á Íslandi og í Tékklandi og á einnig Hópkaup, Heimkaup og hugbúnaðarfyrirtækið SpotOn. DCG keypti svo innheimtufyrirtækið Inkasso í fyrra af Íslensku lögfræðistofunni. Inkasso hefur séð um innheimtu fyrir smálánastarfsemi.

Stikkorð: Kredia Múli Hraðpeningar Smálán 1909 Inkasso