*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 7. júní 2018 09:17

Fimm taldir hæfastir

Nýr aðstoðarseðlabankastjóri verður skipaður þann 1. júlí næstkomandi.

Ritstjórn
Seðlabanki Íslands
Haraldur Guðjónsson

Nýr aðstoðarseðlabankastjóri verður skipaður þann 1. júlí næstkomandi. Nefnd sem var skipuð af forsætisráðherra til að meta hæfni umsækjenda hefur sent frá sér álit. Í nefndinni sitja Friðrik Már Baldursson, prófessor við HR, Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs SÍ og Eyjólfur Guðmundsson rektor HA. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Nefndin skipti þeim ellefu umsækjendum sem valið stendur um niður í flokkana „mjög hæfir", „vel hæfir" og „hæfir". Í umsagnarferlinu kom í ljós að einn umsækjandi uppfyllti ekki almenn hæfnisskilyrði.

Þeir umsækjendur sem komust í flokkinn „mjög hæfir" eru:

 • Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.
 • Guðrún Johnsen, lektor og doktorsnemi í hagfræði.
 • Jón Þór Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta við SÍ.
 • Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs SÍ.
 • Þorsteinn Þorgeirsson, ráðgjafi seðlabankastjóra.

Umsækjendur í flokknum „vel hæfir" eru:

 • dr. Tryggvi Guðmundsson, hagfræðingur sem starfar sem fulltrúi AGS í London.
 • Vilhjálmur Bjarnason, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.

Í flokknum „hæfir" eru þeir:

 • Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands.
 • dr. Lúðvík Elíasson, starfsmaður SÍ.
 • dr. Ólafur Margeirsson, sérfræðingur hjá Zurich.
 • Stefán Hjalti Garðarsson, reikniverkfræðingur og frumkvöðull.
Stikkorð: Seðlabanki Íslands
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is