Bandaríska tímaritið Forbes tók nýlega saman tekjur helstu rappara á þessu ári en samanlagðar tekjur þeirra fimm tekjuhæstu nema rúmlega 28 milljörðum króna.

Þrátt að hann komi sjaldan fram á tónleikum núorðið þá er Sean Combs tekjuhæsti rapparinn á listanum, en tekjur hans á síðasta ári voru um það bil 60 milljónir dollara eða um  7,7 milljarðar króna. Sean Combs, sem gengur einnig undir nöfnunum Puff Daddy og Diddy, rekur fatalínu undir nafninu Sean John , drykkjarvatns vörumerkið Aquahydrate , sjónvarpsstöðina Revolt. Meirihlutann af tekjunum fær hann þó fyrir markaðssetningu og eignarhlut sinn í vodkanum Ciroc .

Næst tekjuhæsti rapparinn á listanum Jay Z en tekjur hans á síðasta ári voru um 56 milljónir dollara, eða um 7,2 milljarðar króna. Jay Z hélt 22 tónleika á síðasta ári, ásamt eiginkonu sinni Beyonce, auk þess sem hann rekur afþreyingarfyrirtækið Roc Nation og á lúxus kampavínsvörumerkið Armand de Brignac .

Rapparinn Drake var þriðji tekjuhæsti rapparinn á síðasta ári en tekjur hans námu um 39,5 milljónum dollara, eða um 5 milljarða króna. Drake kom fram á um 50 tónleikum auk þess sem tekjur af plötusölu fyrir plötuna If You’re Reading This It’s Too Late voru umtalsverðar.

Fjórði tekjuhæsti rapparinn er Dr. Dre en tekjur hans voru um 33 milljónum dollarar, eða um 4,2 milljörða króna. Dr. Dre fékk einnig töluvert í sinn snúð fyrir hlutverk sitt við gerð myndarinnar Straight Outta Compton sem er nú í kvikmyndahúsum. Tekjur vegna heyrnatólanna Beats By Dre voru hins vegar meginuppistaðan af tekjunum hans en fyrirtækið var keypt af Apple á síðasta ári og ætti hann að fá um 620 milljónir dollara í sinn hlut fyrir söluna í tekjur á þessu ári.

Pharrell Williams vermir fimmta sætið á lista Forbes en tekjur hans á síðasta ári voru í kringum 32 milljónir dollara, eða um 4 milljarðar króna. Tekjur Pharrel eru afar fjölbreyttar. Meðal helstu tekjuliða hans eru tekjur vegna tónleika, sölu á tónlist, tekjur vegna fatalínanna Billionaire Boys Club og Ice Cream clothing auk þess sem hann er dómari í sjónvarpsþáttunum The Voice í Bandaríkjunum.