*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 15. október 2014 15:21

Fimm tilboð í veiðirétt við Þingvallavatn

Tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af veiðirétti við Þingvallavatn gætu nær þrefaldast miðað við tilboð sem bárust í hann.

Ritstjórn
Veiðimenn við Þingvallavatn.
Trausti Hafliðason

Tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af veiðirétti við Þingvallavatn gætu nær þrefaldast miðað við tilboð sem bárust í hann eftir opinbera verðfyrirspurn fyrirtækisins. 

Alls bárust fimm tilboð og var hæsta boð frá ION hótel að fjárhæð 13,7 milljóna króna. Tilboðsfjárhæðir eru yfir heildargreiðslur á þremur árum, 2015 - 2017, að báðum árum meðtöldum. Möguleiki er á tveggja ára framlengingu samnings um réttinn eftir þann tíma.

Orkuveitan óskaði fyrst tilboða í veiðiréttinn árið 2014. ION hótel var þá hæstbjóðandi og endanleg samningsfjárhæð nam 1,6 milljónum króna. Tilboðin nú svara hins vegar til 2,65 til 4,57 milljóna króna á ári. Verið er að fara yfir tilboðin.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað fyrr á árinu að allar tekjur fyrirtækisins af veiðiréttinum myndu renna til vísindarannsókna á lífríki Þingvallavatns. Fénu verður ráðstafað að höfðu samráði við samstarfsaðila, en hugur stjórnar Orkuveitunnar stendur til þess að það muni einkum nýtast til frekari rannsókna á urriðastofni í vatninu.