*

þriðjudagur, 22. september 2020
Innlent 16. desember 2019 15:42

Fimm verktakar vilja steypa Landspítala

Nýr 70 þúsund fermetra meðferðarkjarni nýs Landspítala við Hringbraut í forval sem lýkur 6. janúar næstkomandi.

Ritstjórn
Svona líta hugmyndir um útlit nýs meðferðarkjarna í Landspítala Háskólasjúkrahúsi sem reystur verður á Hringbraut.
Aðsend mynd

Fimm fyrirtæki vilja byggja nýjan Landspítala við Hringbraut, eftir að opna var fyrir umsóknir í forval fyrir framkvæmdirnar.

Um er að ræða útboð á uppsteypun á nýjum meðferðarkjarna sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, eða um 70.000m².

Þátttökubeiðnir bárust frá eftirtöldum aðilum:

  • Eykt ehf
  • Íslenskir aðalverktakar hf
  • Ístak hf
  • Rizzani De Eccher Island ehf
  • ÞG verktakar ehf

Engin takmörkun var á fjölda bjóðenda, en niðurstöðurnar verða kynntar þann 6. janúar næstkomandi eftir yfirferð forvalsgagna.

Meðferðarkjarninn er eins og áður segir stærsta byggingin á skipulagsreit Hringbrautarverkefnisins og í henni verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafa verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar að því er segir í tilkynningu um málið.

Meðferðarkjarninn er hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga segir þar jafnframt.

Hér má sjá staðsetningu meðferðarkjarnans: