Fimm umsækjendur voru um stöðu dómara við Hæstarétt sem nýverið var augýst laus frá næstu mánaðamótum til loka árs 2014. Umsóknarfrestur var til 22. október síðastliðinn.

Fram kemur á vef innanríkisráðuneytis að umsækjendur eru eftirfarandi:

  • Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
  • Arnfríður Einarsdóttir, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur
  • Ása Ólafsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands
  • Ingveldur Einarsdóttir, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur
  • Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri héraðsdóms Reykjaness

Umsóknirnar hafa verið sendar til dómnefndar sem metur hæfni umsækjendanna lögum samkvæmt.