Fimm einstaklingar sóttu um embætti landlæknis, en embættið var auglýst laust til umsóknar í lok september. Geir Gunnlaugsson, núverandi landlæknir, er einn þeirra sem sóttu um.

Hinir fjórir umsækjendurnir eru Birgir Jakobsson, fyrrverandi forstjóri á Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi, Kristjana S. Kjartansdóttir, yfirlæknir á heilsugæslunni í Hamraborg, María Ólafsdóttir, heimilislæknir á heilsugæslunni í Árbæ, og Vilhemína Haraldsdóttir, sérfræðilæknir á lyflækningasviði Landspítalans.

Heilbrigðisráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn og hefst skipunartímabilið 1. janúar 2015.