Um 850 umsóknir um nám á vormisseri hafa nú borist Háskóla Íslands og búist er við að umsóknir verði á annað þúsund þegar umsóknarfresti lýkur.

Af þeim 850 umsóknum sem borist hafa eru 477 vegna framhaldsnáms og er um fimmföldun að ræða miðað við umsóknir á síðasta ári, en þá sóttu um 94 um framhaldsnám í háskólanum.

Umsóknum vegna grunnnáms hefur einnig fjölgað og eru nú um 400 sem er tvöföldun frá sama tíma í fyrra.

Af þessu er ljóst að versnandi horfur í atvinnulífinu hvetja fólk í nám.