Atlantsolía hefur nú fengið byggingaleyfi fyrir bensínstöð á lóð Krónunnar að Skeifunni 5. Bensínstöðin verður systurstöð þeirra sem reistar hafa verið á Sprengisandi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ, búin fjórum dælubyssum og ómönnuð. Nú þegar hafa verið forsteyptar ýmsar einingar þannig að lágmarka megi byggingartíma. Hann er ætlaður 60 til 70 dagar og má því búast við að sala eldsneytis hefjist þar í október.

Það verður Verktaki Magna sem sér um verklegar framkvæmdir, Hönnun hf. sér um eftirlit og Teiknistofan Tröð um hönnun.