Veltan á skuldabréfamarkaði í dag nam 15,3 milljörðum króna. Það er um það bil tvöföld velta á við meðaltalsveltu á dag í nóvember. Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,4%.  Dagurinn fór rólega af stað en svo jukust viðskiptin upp úr klukkan e

Þetta er þó töluvert lægri velta en var í gær en þá fór hún upp í 23,7 milljarða. Velta á fimmtudag og föstudag í síðustu viku var einnig mikil. Ástæðan er rakin til væntanlegra tíðinda af skuldaniðurfellingatillögum ríkisstjórnarinnar.

Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,3% í 3,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,6% í 12,3 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði lítillega í dag í 100 milljóna króna viðskiptum.