Samningafundur starfsmanna álversins í Straumsvík og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Rio Tinto Alcan, hófst klukkan tvö í dag hjá Ríkissáttasemjara. Fundinn var lokið fimmtán mínútum síðar. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Ekkert nýtt var lagt fram í deilunni og fundurinn var með öllu árangurslaus. Deiluaðilum er þó skylt að halda samningafund í minnsta kosti tveggja vikna fresti. Þó hafa deiluaðilar óskað eftir nýjum fundi á mánudag.

Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hefur staðfest það að deilan standi ennþá því að fyrirtækið fái heimildir til að útivista verkefnum. Hann segir að fyrirtækið hafi boðið sömu, ef ekki meiri launahækkanir en samið hafi verið um á almennum markaði.