Nítján bankar í Danmörku og Færeyjum áttu við fjármögnunarvanda að etja um síðustu áramót, samkvæmt könnun danska fjármála- og markaðsrannsóknarfyrirtækisins Nitro Invest.

Samkvæmt því sem fram kemur í netumfjöllun danska viðskiptadagblaðsins Börsen þá kannað Nitro Invest fjárhagsstöðu 91 banka í Danmörku og í Færeyjum. Niðurstaðan er birt í bankaskýrslu Nitro Invest sem er nýkomin út og er hún sú að 19 bankar, rétt tæplega fimmti hver banki sem skoðaður var, hafi átt vð fjáhagsvanda að etja eða rétt við mörkin, um síðustu áramót. Af þeim sökum verði að hafa auga með þeim.

Einn bankanna sem nefndur er í skýrslunni er Danske Bank. Bankinn hefur tapaði 80 milljörðum danskra króna í kreppunni og þykir afkoma hans í slakara lagi.