Ciaran Shanley, aðstoðarforstjóri Salesforce.com í Evrópu, talaði fyrir fullum sal á ráðstefnu sem Salesforce stóð fyrir í samstarfi við Kaptio, innleiðingaraðila Salesforce á Íslandi, á fimmtudag. Þátttakendur á ráðstefnunni voru fulltrúar um 50 íslenskra fyrirtækja.

Í tilkynningu frá Salesforce segir að Shanley hafi kynnt hvernig Salesforce.com nýtir eigin viðskiptalausnir til að auka vöxt fyrirtækisins, sem í dag veltir u.þ.b. 4 milljarða Bandaríkjadollara.  Auk Shanley kynnti Ragnar Fjölnisson, þróunarstjóri Kaptio, sögur af innleiðingum fyrirtækisins fyrir bæði íslenska og erlenda aðila og kynnti nýja vöru fyrirtækisins, Opptimal, sem byggð er með Salesforce.com þróunarumhverfinu. Lokaræðumaður var Axel Gunnlaugsson, tæknilegur arkitekt 365 miðla, sem fór yfir það ákvörðunarferli sem varð til þess að 365 miðlar ákváðu að innleiða Salesforce.com, í samstarfi við Kaptio, sem miðlægt viðskiptamannakerfi innan fyrirtækisins.

Salesforce
Salesforce
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Salesforce
Salesforce
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Salesforce
Salesforce
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Salesforce
Salesforce
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Salesforce
Salesforce
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Salesforce
Salesforce
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)