Svo virðist sem fimmtíu milljóna króna halli hafi verið á rekstri Þjóðleikhússins í fyrra, að sögn formanns leikhúsráðsins, Eyþórs Arnalds. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að haldinn hafi verið fundur þar sem fjármál leikhússins voru til umræðu.

„Hallinn er talsverður og það er ætlun Þjóðleikhússins að vinna hann upp. Það þýðir að við verðum að ná böndum á reksturinn. Við erum með hugmyndir um að tempra útgjöldin með því að fækka verkefnum og minnka umfang þeirra sýninga sem eru í gangi. Ég held að það sé leiðin til að fara, það er í raun erfitt að ætla að auka tekjur af leikhúsinu, það eina sem við getum í raun og veru gert er að ná tökum á útgjöldunum,« segir Eyþór í Morgunblaðinu.