Ísland náði ekki kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Það hlaut 87 atkvæði. Alls um 140 ríki höfðu áður lýst því yfir að þau myndu styðja framboðið.

Samkvæmt því féllu 53 ríki frá stuðningi sínum við Ísland.

Alls greiddu 192 þjóðir atkvæði á allsherjarþingi SÞ í New York. Tyrkland fékk 151 atkvæði og Austurríki 133.

Samkvæmt þessari niðurstöðu á ekkert Norðurlandanna sæti í öryggisráði SÞ.